Flekar
Without a Rider
Fyrsta lag Fleka af væntanlegri plötu
Flekar
Segja má að Flekar hafi fæðst á baki skellinöðru á rykugum vegum afskekktra
sveitahéraða Austur Afríku. Á meðan kjúklingar og kalkúnar gögguðu á bögglaberum
reiðskjótans mótuðust hugmyndir sem seinna áttu eftir að verða að fyrstu lagagrunnum
Fleka. Þegar heim var snúið úr eyðimörkinni stóð Vignir, söngvari og gítarleikari sveitar-innar, á tímamótum þar sem hann hafði sagt upp vinnu og húsnæði, hætt í hljómsveit og sambandi, peningar höfðu þurrkast upp og þörf á núllstillingu. Allt þurfti að endurhugsa og uppgjör óhjákvæmileg. Tónlistin var lausn og þurfti aðkomu vina og líkt þenkjandi
manna. Sigurbjörn kemur fyrst til sögunnar og mótar, betrumbætir og skapar hljóðheim
Fleka. Flekarnir þróast svo áfram þar til aðkoma Skúla varð óhjákvæmileg og kjarni Fleka
fannst.
Á sama tíma og legið hefur verið yfir smáatriðum og útsetningum á orðið naumhyggja
samt sem áður við um vinnslu tónlistarinnar, svo úr verður bútasaumsteppi óhefðbund-innar popptónlistar sem kemur við á slóðum þjóðlagatónlistar og sýrupopps.
Þannig mynda meðlimirnir órjúfanlegt tónlistarbræðralag sem mótast hefur frá alda-mótum og kjarnast í Flekum sem stíga nú fram á sjónarsviðið.
Nafnið Flekar kallar fram hugmyndir um núning, óbeislaða orku, óreiðu og hamfarir. Á sama tíma koma upp hugmyndir um bjargræði og liðna tíð þar sem börn léku sér
óáreitt á heimagerðum flekum; samsettum úr maurasýrubrúsum, baggaböndum og vöru-brettum. Nafnið fangar þannig hljóðheim hljómsveitarinnar.
Vignir Andri Guðmundsson
Sigurbjörn Már Valdimarsson
Skúli Arason